Vettlingaprjón

€33,00
€33,00

ONLY AVAILABLE IN ICELANDIC

Vettlingaprjón er frábær handavinnubók með 64 uppskriftum að vettlingum á kríli, krakka, konur og karla.

Hér eru einfaldar og skýrar uppskriftir sem og gagnlegar leiðbeiningar, góð ráð og örstutt kennsla í því prjóni og hekli sem notað er í uppskriftunum.

Þetta er þriðja hannyrðabók Guðrúnar S. Magnúsdóttur sem áður hefur gefið útSokkaprjón (2011) og Húfuprjón (2012) sem báðar njóta mikilla vinsælda. Sem fyrr er bókin fallegt fjölskylduverkefni því sonur Guðrúnar tekur ljósmyndirnar og dóttir hennar sér um umbrotið.

Smelltu hér til að sjá uppskrift úr bókinni.

Vaka Helgafell

Útgáfuár: 2013

151 bls.

Höfundur: Guðrún S. Magnúsdóttir

Guðrún er fædd 23. maí 1949 í Reykjavík. Hún lauk námi í Kennnaraskóla Íslands 1970 úr handavinnukennaradeild og lauk svo námi  á almennri kennslu 1973.

Guðrún unnið við kennslu í gegnum tíðina og helstu áhugamál eru hannyrðir, útvera, lestur góðra bóka og svo er Guðrún einnig æðarbóndi á vormánuðum. Guðrún er gift Jóni Sveinssyni lögfæðingi og þau eiga 4 börn og 9 barnabörn.

Eingöngu á Íslensku