Sokkaprjón

€33,00
€33,00

ONLY AVAILABLE IN ICELANDIC

Í þessari líflegu bók eru 52 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. Bókin er kærkomin fyrir alla sem hafa áhuga á að prjóna. Hér er nauðsynleg tilsögn fyrir byrjendur og lengra komnir fá fjölbreytta og skemmtilega leiðsögn um sokkaprjón af ýmsu tagi.

Í bókinni eru einfaldar og skýrar uppskriftir að alls kyns sokkum og ótal munsturbekkjum en einnig nákvæmar leiðbeiningar með ljósmyndum sem sýna hvernig sokkar eru prjónaðir, lykkju fyrir lykkju.

Höfundur bókarinnar, Guðrún S. Magnúsdóttir, er handavinnukennari að mennt og hefur áratuga reynslu af prjónaskap. Guðrún setti sér það markmið að prjóna eina sokka á viku í heilt ár og eftir árið var komið efni í þessa fjörlegu bók.

Villtu prófa uppskrift - smelltu hér!

Vaka Helgafell

Útgáfuár: 2011

127 bls.

Höfundur: Guðrún S. Magnúsdóttir

Guðrún er fædd 23. maí 1949 í Reykjavík. Hún lauk námi í Kennnaraskóla Íslands 1970 úr handavinnukennaradeild og lauk svo námi  á almennri kennslu 1973.

Guðrún unnið við kennslu í gegnum tíðina og helstu áhugamál eru hannyrðir, útvera, lestur góðra bóka og svo er Guðrún einnig æðarbóndi á vormánuðum. Guðrún er gift Jóni Sveinssyni lögfæðingi og þau eiga 4 börn og 9 barnabörn.