NÝTT: Einrúm Námskeið - 17. nóvember 2016

Einrúm Námskeið - 17. nóvember 2016

- anda inn, anda út - Þráðurinn að innri ró.
 
EUR €29.41
einrum-namskeid
Out of stock

Einrúm námskeið - Anda inn, anda út - Þráðurinn að innri ró.

Kristín Brynja Gunnarsdóttir hjá Einrúm heldur einstakt námskeið fimmtudagskvöldið, 17. nóvember nk. kl. 19:30 í Álafoss versluninni í Mosfellsbæ.

Kristín segir frá hugmyndafræði Einrúms - bandi, hönnun og hönnuðum. Hún lýsir því rými sem myndast milli þess sem skapar og þess sem skapað er. Í þessu rými sköpunar munum við í sameiningu kanna hvernig andardráttur og þráður getur aukið núvitund okkar og innri ró.

Námskeiðið tekur um 2 klst.

Einrúm leggur til band fyrir verkefnið á námskeiðinu en vinsamlegast takið með ykkur prjóna nr. 4-4.5 mm.

Þáttakendur á námskeiðinu frá gjöf frá Einrúm.

Einnig verður veittur 15% afsláttur af öllu bandi og uppskriftum frá Einrúm á meðan á námskeiðinu stendur.

Léttar veitingar í boði.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri !

 

Hvernig á ég að skrá mig:

Þú bætir við námskeiðinu hér í körfu og gengur frá greiðslu, við munum síðan staðfesta skráningu með tölvupósti með nánari upplýsingum.

Við hlökkum til að sjá þig í Álafosskvosinni þann 17. nóvember nk.

Verð 3500 kr.

 

Smelltu hér til að skoða band og uppskriftir frá Einrúm